Hotel Marriott Edition and Apartments - Mannvit.is
Frétt - 01.08.2013

Kaupsamningur um hótellóð við Hörpu undirritaður

Í dag undirrituðu Situs ehf. og Auro Investment ehf. kaupsamning um hótellóð við hlið Hörpu að Austurbakka 2. Eigendur Auro Investment ehf. eru verkfræðistofan Mannvit, Auro Investment Partners LLC og arkitektastofan T.ark, en aðilarnir buðu sameiginlega í hótellóðina. Samningurinn er háður fyrirvörum m.a. um áreiðanleikakönnun og fjármögnun sem uppfylla þarf fyrir 30. september n.k.

Útboðið var framkvæmt af Ríkiskaupum og voru tilboð opnuð 18. júlí 2011. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum voru tveir bjóðendur hæstir og buðu þeir rúma 1,8 milljarða í hótellóðina. Gengið var til samninga við Auro Investment ehf. í apríl s.l. eftir að samningar við World Leisure Investment fóru út um þúfur.

Upplýsingar um útboðið:

www.rikiskaup.is