Geo Dipa Dieng Scaling Mitigation Pilot Plant by Mannvit
Frétt - 03.09.2021

Kísilútfellingar tæklaðar í Indónesíu

Mannvit, í teymi með CBN sem er Indónesískur samstarfsaðili Mannvits, Kemía og Ísor, hefur unnið að gerð tilraunastöðvar til meðhöndlunar á jarðhitavatni fyrir stækkun jarðhitavirkjunar Geo Dipa Energi í Indónesíu undanfarið 1 ár. 

Í sumar fór tilraunastöðin í rekstur, sem ætlað er að prufa meðhöndlun á jarðhitavatninu til þess að draga úr kísilútfellingum áður en farið verður í byggingu jarðhitavirkjunarinnar Dieng 2. Hlutverk íslensku ráðgjafanna er að útvega heildarlausn, þ.m.t. hönnun, framleiðslu, rekstur og þjálfun í rekstri stöðvarinnar.

Reksturinn á tilraunastöðinni hefur gengið glimrandi vel að sögn Þorsteins Sigmarssonar, jarðhitasérfræðings hjá Mannviti sem hefur unnið mikið í hönnun og uppsetningu stöðvarinnar, sem staðsett er í Dieng. Rekstur á Dieng 1 sem er þegar til staðar hefur orðið fyrir talsverðum áhrifum af kísilútfellingum og því fékk Geo Dipa Energi ráðgjafahópinn frá Íslandi til liðs við sig áður en ráðist verður í hönnun á næsta áfanga virkjunarinnar.

Þess má geta að Mannvit er með starfsstöð í Jakarta, Indónesíu.

Ljósmyndir: Þorsteinn Sigmarsson, sérfræðingur hjá Mannvit (efri). Uppsetning á Dieng tilraunastöðinni (neðri).