Teitur Gunnarsson
Frétt - 03.04.2020

Getur Ísland orðið kolefnishlutlaust? - Hlaðvarp Mannvits

Er Ísland með lausn við útblástursvandanum í heiminum? Verða jarðhitavirkjanir á Íslandi brátt kolefnishlutlausar? Hvað með kolefnishlutlaust Ísland? Er hægt að taka aðra mengun og breyta í bergtegund í stórum stíl? Þarf að skoða notkun kjarnorku að nýju?

Teitur Gunnarsson efnaverkfræðingur hjá Mannviti ræðir við Björgheiði Albertsdóttur um Carbfix verkefnið á Hellisheiðinni þar sem verið er að breyta koltvíoxíði og öðrum súrum gastegundum í stein og hvað er til ráða við útblástursvanda heimsins? Teitur segir okkur frá þessu einstaka verkefni og veltir upp öðrum spurningum í þætti númer þrjú í hlaðvarpi Mannvits: Sjálfbært samfélag. Hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify og í ApplePodcasts appinu.

Mannvit veitir ráðgjöf við sjálfbærar lausnir í tengslum við umhverfisvæna orkugjafa og orkutækni. Mannvit hefur sinnt fjölþættum verkefnum vegna nýtingar hauggass til framleiðslu metans á bifreiðar ásamt verkefnum sem tengjast framleiðslu lífdísils, lífetanóls, vetnis og útblástur koltvíoxiðs. Við aðstoðum einnig þá sem eru að stíga sín fyrstu skref ásamt þeim sem lengra eru komnir í innleiðingu sjálfbærni í verklag og stefnumótun með fjölbreyttum hætti. 

Hafðu samband við Teit Gunnarsson í 422-3000 varðandi ráðgjöf við útblástur og efnaferli eða aðra ráðgjöf tengt sjálfbærni. Dæmi um þjónustu er að finna hér: