Kolvetni - Mannvit.is
Frétt - 02.04.2012

Kolvetni hefur sótt um sérleyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu

Seinna útboði vegna sérleyfa á Drekasvæðinu lauk í dag. Alls sóttu þrjú félög um sérleyfi vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis á svæðinu. Þar á meðal er Kolvetni ehf,nýstofnað félag sem er í 25% eigu Mannvits. Aðrir hluthafar í félaginu eru Jón Helgi Guðmundsson, Gunnlaugur Jónsson og Terje Hagevang.  Hlutverk Mannvits í félaginu er tæknileg ráðgjöf, m.a. uppbygging á almennri þjónustu frá Íslandi.

 

Mannvit hefur til fjölda ára veitt mikla þjónustu til innlendra olíu- og gasfyrirtækja og getið sér gott orð fyrir. Innan Mannvits er jafnframt mikil jarðfræðiþekking, ásamt verðmætri þekkingu og reynslu af borunum eftir jarðhita sem eru að nokkru leyti sambærilegar við boranir eftir olíu.

 

Sjá tilkynningu á vef Orkustofnunnar.