Kostnadur.Is
Frétt - 31.10.2022

Kostnaðaráætlanir - Nýr vefur

Félag ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirki - félag verktaka og Samtök arkitektastofa með stuðningi Framfararsjóðs Samtaka iðnaðarins hafa stigið stórt skref með útgáfu á nýjum viðmiðum við gerð kostnaðaráætlana verklegra framkvæmda í mannvirkjagerð á Íslandi. Nýr vefur, kostnadur.is, þar sem hægt er að nálgast gögnin var opnaður með formlegum hætti sl. fimmtudag 20. október.

Markmiðin með útgáfunni;

  • Skapa sameiginlegan skilning á markaðnum, hugtökum og orðskýringum
  • Búa til viðmið til að meta hversu vel umfang verkefnis er skilgreint
  • Auka rekjanleika á framúrkeyrslu

Ásmundur Magnússon var fulltrúi Mannvits í nefndinni sem sá um þýðingu á skjölum AACE um flokkunarkerfi kostnaðaráætlana, forsendur kostnaðaráætlana og hugtakaskrá. Með honum í nefndinni voru fulltrúar frá Ístak, Já-verki, Eflu og T.ark auk starfsmanna Samtaka Iðnaðarins.

"Vonir félaganna þriggja og félagsmanna þeirra standa til þess að þau gögn sem nálgast má á þessari vefsíðu verði útbreidd á meðal markaðarins og þeir aðilar sem standi að baki gerð kostnaðaráætlana sjái hag sinn í því að nýta þau við gerð slíkra áætlana. Það er trú félaganna að með góðri útbreiðslu og notkun þessara gagna megi upphefja gæði og rekjanleika kostnaðaráætlana sem mun tryggja samræmdan skilning aðila og um leið tryggja trausts og bætt samskipti allra aðila sem að verklegum framkvæmdum koma," segir á vef kostnadur.is.