Kynningar- og leiðbeiningarit um litlar vatnsvirkjanir - Mannvit.is
Frétt - 14.05.2010

Kynningar- og leiðbeiningarit um litlar vatnsvirkjanir

Mannvit hefur nú lokið við að uppfæra kynningar- og leiðbeiningarit um undirbúning lítilla vatnsvirkjana. Um er að ræða 2. útgáfu en fyrsta útgáfa kom út 2003.

Uppfærslan snýr fyrst og fremst að breytingum sem orðið hafa á lagaumhverfi. Þar er helst að nefna raforkulög sem tóku gildi í apríl 2003. Þessi lög höfðu í för með sér verulega breytingu á starfsumhverfi orkufyrirtækja og höfðu áhrif á undirbúning lítilla virkjana.  Bókin er aðgengileg á heimasíðu Mannvits og einnig á heimsíðu Orkustofnunar. Hægt er að nálgast pappírsútgáfu hjá Orkustofnun.