
Frétt - 01.03.2013
Kynningarrit um samgönguáætlun 2011-2022
Út er komið kynningarrit fyrir samgönguáætlun 2011-2022 en markmiðið með þessu riti er að kynna á aðgengilegan hátt tólf ára samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi þann 19. júní 2012.
Í kynningarritinu er m.a. að finna valdar áherslur stefnumótunar, skilgreiningu á grunnneti samgöngukerfisins, yfirlit yfir fjármál samgönguáætlunar og helstu verkefni sem fyrirhuguð eru á tímabilinu. Aftast í ritinu er að finna kort af fyrirhuguðum framkvæmdum á landsvísu.
Vegagerðin er útgefandi kynningarritsins. Ritstjórn, hönnun, umbrot og kortagerð var í höndum Mannvits. Hæðargrunnur korta er frá Loftmyndum hf.
Frétt þess efnis er komin á heimasíðu Innanríkisráðneytisins og eins á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Einnig má nálgast ritið hér.