Vistvottun Hafnarfjörður.JPG
Frétt - 22.05.2019

Lóðir á afslætti gegn vistvottun

Í fréttum RÚV þann 22.maí kemur fram að „skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hafi lagt til við bæjarráð að afsláttur verði veittur af lóðaverði og gatnagerðagjaldi ef byggt verður samkvæmt umhverfisstöðlum með það að markmiði að hvetja til umhverfisvænni bygginga í bæjarfélaginu. Í fréttinni segir að "á fundi skipulags- og byggingarráðs í gær var fjallað um tillögur að aðgerðum sem lúta að vistvænni byggð sem Mannvit vann fyrir Hafnarfjörð. „Þar er lagt til að innleiddir verði hvatar til þess að hvetja framkvæmdaaðila til þess að fá Svansvottun, Breeam-vottun eða sambærilegar vottanir á nýbyggingar í bænum meðal annars í formi afsláttar af gatnagerðargjöldum eða lóðaverði.“

Tillögurnar koma í kjölfarið á því að Hafnarfjarðarbær vill vinna „Í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings leggur skipulags- og byggingarráð til að tekin verði upp hvati til húsbyggjenda þar sem umhverfið er sett í forgang„ eins og segir í fundargerð skipulags- og bygginarráðs Hafnarfjarðar.

 

Mynd: Ásgeir Tómasson - RÚV