Laki Power Nýsköpun
Frétt - 21.01.2021

Laki Power hlýtur EU styrk

Nýsköpunarfyrirtækið Laki Power hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu að upphæð 335 milljóna króna (2,1 milljón evra). Styrkurinn sem einungis 1% umsækjenda hlutu mun hjálpa félaginu að efla sölu- og markaðsstarf á er­lend­um mörkuðum. 

Mannvit og Óskar Valtýsson stofnuðu Laki Power árið 2015 til að þróa upp­finn­ingu Óskars á tækni­búnaði sem er hengd­ur upp á há­spennu­lín­ur og fylg­ist ná­kvæm­lega með ástandi þeirra. Tækn­in ger­ir fyr­ir­tækj­um sem ann­ast flutn­ing og dreif­ingu raf­orku kleift að hafa ná­kvæmt eft­ir­lit með ís­ingu, eldi og um­ferð fólks við lín­urn­ar í raun­tíma. Úrvinnsla gagn­anna fer fram í skýja­lausn­um sem Laki Power hef­ur hannað og mun nú leggja áherslu á að þróa enn frek­ar með til­komu styrks­ins.

Styrk­ur­inn er hluti af sér­stök­um stuðningi Evr­ópu­sam­bands­ins við ný­sköp­un þar sem mark­miðið er að styrkja þau fyr­ir­tæki sem eiga mesta mögu­leika á að vaxa á alþjóðleg­um mörkuðum. Laki Power er eitt af 38 fyr­ir­tækj­um í Evr­ópu sem hljóta styrk­inn eft­ir strangt mats­ferli, en alls bár­ust yfir 4,200 um­sókn­ir.

Á mynd: Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, af­henti Óskari H. Val­týs­syni, stofn­anda Laka Power, ný­lega stuðnings­bréf frá ís­lensk­um stjórn­völd­um sem á að auðvelda sókn á er­lenda markaði.