Leiðbeiningar um þjóðvegi í þéttbýl - Mannvit.is
Frétt - 04.05.2010

Leiðbeiningar um þjóðvegi í þéttbýli

Í vikunni sem leið komu út leiðbeiningar um þjóðvegi í þéttbýli. Mannvit vann verkefnið í samvinnu við Vegagerðina og Verkís. Með leiðbeiningunum setur Vegagerðin fram helstu forsendur og viðmið sem hafa skal að leiðarljósi við skipulag og hönnun þjóðvega í þéttbýli.

Leiðbeiningunum er ætlað að vera grunnur að samræmdum vinnubrögðum innan Vegagerðarinnar og gera samvinnu Vegagerðarinnar við sveitarfélög og ráðgjafa markvissari.

Skýrsluna má nálgast hér.