Nýsköpun og þróun - Mannvit.is
Frétt - 29.11.2018

Loftlagsfundur Reykjavíkurborgar 2018

Loftlagsfundur Reykjavíkurborgar og Festu fór fram í Hörpu í dag. Áhersla fundarins var á nýsköpun í loftslagsmálum með yfirskriftinni "Hugsum lengra - nýsköpun í loftslagsmálum". Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur Mannviti, flutti erindið Róið á repju ásamt Jóni Bernódussyni, Samgöngustofu og Hjalta Þór Vignissyni, Skinney Þinganes um repjuverkefni Skinney Þinganes sem fékk nýverið Umhverfisverðlaun atvinnulífsins. Mannvit var jafnframt með bás á staðnum þar sem áherslan var að kynna sjálfbærni- og innivistarþjónustu ásamt stefnu fyrirtækisins á sviði samfélagsábyrgðar-og sjálfbærni.