
Frétt - 03.01.2019
Málþing: Áhrif rakaskemmda og myglu á innivist og heilsu
Rannsóknastofa byggingariðnaðarins Rb, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands heldur málþing um „Áhrif rakaskemmda og myglu á innivist og heilsu“ mánudaginn 7. janúar á Grand Hótel Reykjavik kl. 13:00.
Fyrirlesarar verða:
- Dr. Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður Rb á Nýsköpunarmiðstöð og prófessor við HR, fallar um hvernig við getum kveðið niður mygludrauginn.
- Dr. Johan Mattsson, líffræðingur og einn af stofnendum Mycoteam í Noregi 1986, tekur fyrir rakaskemmdir og áhrif þeirra á innivist.
- Dr. María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir, lungna- og ofnæmislæknir, fjallar um mögulegar heilsufarslegar afleiðingar.
- Kristmann Magnússon, sérfræðingur við Rb á Nýsköpunarmiðstöð, tekur fyrir dæmi um rakaskemmdir og mygluð hús.
- Dr. Björn Marteinsson, arkitekt, verkfræðingur og dósent við HÍ, kynnir vandamál við hönnun húsa og fyrirbyggjandi aðgerðir.
- Alma D. Ívarsdóttir, frá verkfræðistofunni Mannvit, og Sylgja D. Sigurjónsdóttir, frá verkfræðistofunni Eflu, kynna ISIAQ (heimssambandið um loftgæði innanhúss).
- Dr. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri og fyrrum prófessor í byggingareðlisfræði frá KTH, Stokkhólmi, fjallar um raka og hvað er sérstakt hér á landi.
Pallborðsumræður með þremur læknum: Ragnhildur Magnúsdóttir, María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir og Kristín Sigurðardóttir
Málþingið er haldið í samvinnu við samtökin Betri byggingar þ.á.m.: HÍ, NMÍ, Mannvirkjastofnun, HR, Efla, Mannvit og Verkís.