Frétt - 05.02.2018

Málþing um innivist

Málþing um Innivist fer fram 13.febrúar kl.8:30-10:00 í húsnæði Mannvits að Urðarhvarfi 6, Kópavogi.

Sérfræðingar frá THG Arkitektum, Umhverfisstofnun, Vinnueftirlitinu og Mannviti fjalla um innivist frá ýmsum hliðum og draga fram það sem mestu máli skiptir þegar innivist er annars vegar.

Innivist er einn mikilvægasti þátturinn í upplifun okkar á umhverfinu sem við lifum og hrærumst í. Mannvit telur mikilvægt að leggja áherslu á gæði innivistar; að greina ástand, ráðast í aðgerðir ef þörf er á og vakta endurbætt ástand. Með reglubundinni vöktun á gæðum innivistar má minnka líkur á áföllum sem gallar í húsnæði geta valdið fólki og starfsemi fyrirtækja.

Fundur hefst 8:30. Morgunmatur í boði frá klukkan 8:00.

  • Inngangsorð fundarstjóra – Einar Ragnarsson
  • Hvað er innivist? Freyr Frostason, arkitekt, THG Arkitektar
  • Hvaða áhrif hefur innivist á okkur? Guðrún Lilja Kristinsdóttir, Umhverfisstofnun
  • Hvernig er innivist vöktuð? Jóhannes Helgason, Vinnueftirlitið
  • Innivist – Verklag og verkefni hjá Mannviti. Kristján Guðlaugsson og Alma D. Ívarsdóttir
  • Umræður og spurningar

10:00 Fundarlok

Skráning hér