Mæðrastyrksnefnd Kópavogs lagt lið - Mannvit.is
Frétt - 22.12.2016

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs lagt lið

Líkt og undanfarin ár hefur Mannvit lagt góðum málefnum lið í stað þess að senda út hefðbundin jólakort til viðskiptavina. Í ár lagði Mannvit Mæðrastyrksnefnd Kópavogs lið með fjárframlagi að upphæð 350 þúsund krónur. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hefur þann tilgang að aðstoða íbúa Kópavogs sem búa við hvað erfiðastar aðstæður. Aðstoðin felst í úthlutun gjafakorta sem nota má í stórmörkuðunum og í úthlutun á fatnaði og ýmsum varningi til heimilisnota. Við afhendingu styrksins sagði Ragnheiðar Sveinsdóttur hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs að framlag Mannvits muni skipta skjólstæðinga þeirra miklu máli. Mannvit vill þakka öllum þeim sem hafa unnið óeigingjarnt starf á vegum Mæðrastyrksnefndarinnar fyrir sín störf og óskum þeim einstaklingum og barnafjölskyldum sem njóta aðstoðar nefndarinnar gleðilegra jóla.