Reykjavík University - Mannvit.is
Frétt - 03.02.2014

Mannvit á Framadögum háskólanna

Framadagur háskólanna 2014 fer fram í Háskólanum í Reykjavík 5 febrúar frá klukkan 11-16. Mannvit tekur þátt í Framadögum háskólanna líkt og undanfarin ár. Við hvetjum námsmenn til þess að koma við á bás Mannvits nr.14, fá sér hressingu og spjalla við starfsfólk okkar. Með Framadögum er markmiðið annars vegar að leyfa fyrirtækjum að kynna sig ásamt því að kynna möguleika á sumar- eða framtíðarstörfum og hins vegar að veita fyrirtækjum tækifæri á að hitta mögulega framtíðarstarfsmenn sína.

 

AIESEC stúdentasamtökin skipuleggja Framadaga og þetta árið verður þátttaka fyrirtækja með mesta móti, eða um 60 fyrirtæki þannig að Sólin í HR verður þétt skipuð.