Hydro 2018 - Mannvit.is
Frétt - 15.10.2019

Mannvit á Hydro 2019

Hydro 2019 er árleg vatnsaflsráðstefna og sýning sem að þessu sinni fer fram í Porto, Portúgal dagana 14. - 16. október. Í ár er Mannvit á bás #122 með Íslandsstofu, og hluti af hópi íslenskra fyrirtækja sem unnið hafa saman að mörgum vatnsaflsverkefnum. Hópurinn sem er skipaður Mannvit, Vatnaskil, Verkís, Eflu og Landsvirkjun Power, hefur mikla reynslu á öllum sviðum þjónustu við uppbyggingu vatnsaflsvirkjana. Markmið fyrirtækjanna er að kynna sig gagnvart verktökum, verkefnaþróunaraðilum og rekstraraðilum vatnsaflsvirkjana. Lykilþjónusta hópsins er undirbúningur virkjana, hönnun og verkfræðiráðgjöf, vatnafræðileg verkfræði og rekstrarráðgjöf. Þema Hydro ráðstefnunnar í ár er skipulagning og fjármögnun verkefna, nýstárlegar aðferðir við hönnun og smíði virkjana, öryggis- og áhættustjórnun, líkangerð ásamt umhverfis- og samfélagsmálum.

 

Mynd: Hydro 2018, Gdansk, Póllandi.