Mannvit á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar - Mannvit.is
Frétt - 04.11.2014

Mannvit á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

Alls sóttu tæplega 200 manns rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu s.l. föstudag. Þar voru flutt 20 erindi um rannsóknarverkefni sem Vegagerðin styrkir þetta árið. Sérfræðingar Mannvits fluttu þrjú erindi sem sýna vel þá breidd þekkingar á samgöngum sem starfsmenn fyrirtækisins hafa.

 

Sigurður Páll Steindórsson, vélaverkfræðingur, sagði frá uppfærðu reiknilíkani fyrir loftræsingu jarðganga. Anna Jóna Kjartansdóttir, byggingarverkfræðingur og Ólöf Kristjánsdóttir, samgönguverkfræðingur, fjölluðu um öryggi og heilbrigði á verkstað við útlögn bikbundinna slitlaga. Þá sagði Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur, frá aðferðum við að meta kostnað umferðarslysa og virði lífs.


Á ráðstefnunni voru einnig kynnt þrjú önnur verkefni sem Mannvit hefur unnið að með fleirum. Þau eru gæðastýring fyrir birgðir Vegagerðarinnar, mat á áhrifum hraðatakmarkandi aðgerða á vinnusvæðum og greining á sjávarstraumum og súrefnisbúskap í Kolgrafarfirði.