IIGCE 2022 Bas GBI (1)
Frétt - 07.09.2023

Mannvit á jarðhitaráðstefnunni IIGCE 2023 í Indónesíu

Mannvit tekur þátt í jarðhitaráðstefnunni IIGCE sem verður haldin dagana 20.-22. september 2023 í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Þetta er í níunda skiptið sem ráðstefnan er haldin en þar er að finna kynstrin öll af áhugaverðum og fjölbreyttum viðburðum í tengslum við jarðhita. Mannvit, Green By Iceland, North Tech Drilling, Verkís, ÍSOR auk Rigsis, samstarfsaðila okkar í Indónesíu, verða með sameiginlegan bás á sýningarsvæðinu.
Friðrik Ómarsson, markaðsstjóri Mannvits, verður á svæðinu en markmiðið með viðburðinum er meðal annars að deila tæknilegri reynslu fyrirtækja varðandi jarðhitanýtingu.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu ráðstefnunnar.