Mannvit einn stofnaðila íslenska sjávarklasans - Mannvit.is
Frétt - 18.04.2012

Mannvit einn stofnaðila íslenska sjávarklasans

Íslenski sjávarklasinn var formlega stofnaður á þessu ári og nýverið gerðist Mannvit stofnaðili að klasanum. Markmið Mannvits með þátttökunni er að stuðla að aukinni verðmætasköpun, uppbyggingu þekkingar og bættri samkeppnishæfni innan klasans.

Íslenski sjávarklasinn er samstarfsverkefni margra fyrirtækja í haftengdri starfsemi . Verkefnið miðar að því að bæta samstarf, auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi starfseminnar en hér á landi hefur skapast mikil sérhæfing og þekking á veiðum og vinnslu. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Íslenska sjávarklasans  verða allt að 20% starfa í landinu til innan þessa ramma og framlag fyrirtækja í haftengdri starfsemi til þjóðarbúsins nemur um 26% af vergri landsframleiðslu. Í sjávarklasanum er fjölbreytt flóra tæknifyrirtækja og með auknu samstarfi milli fyrirtækjanna felast tækifæri til að auka útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða og skapa hundruð vel launaðra starfa á Íslandi.

Klasar eru í eðli sínu þyrping margvíslegra hagsmunaðilia, bæði í grunnatvinnuvegi og í tengdri starfsemi, sem keppa hver við annan en vinna einnig saman, m.a með miðlun þekkingar. Fyrirtækin innan klasans deila hugmyndum og vinna að því að nýta krafta sína saman en hópur stofnaðila Íslenska sjávarklasana er einmitt samsettur af ólíkum fyrirtækjum með fjölbreytta þekkingu.

Sjá nánar um sjávarklasann á www.sjavarklasinn.is