Mannvit fær styrk úr Orkusjóði - Mannvit.is
Frétt - 08.06.2011

Mannvit fær styrk úr Orkusjóði

Mannvit fékk á dögunum 3,25 mkr. styrk úr Orkusjóði til verkefnisins ,,Metangasgerð að Þverá". Verkefnið verður að mestu unnið á starfstöð Mannvits á Akureyri í samstarfi við ýmsa aðila á Eyjafjarðarsvæðinu.

Verkefnið gengur út á að meta hagkvæmni þess að byggja og reka metangasgerðarstöð, í tengslum við jarðgerðarstöð Moltu að Þverá í Eyjafirði, með því að nýta lífrænan úrgang sem til fellur á Eyjafjarðarsvæðinu.

Markmið verkefnisins er að þróa framleiðsluaðferðir sem henta stærð svæðisins og kanna hagkvæmni þeirra og í ljósi niðurstaðna, stuðla að uppbyggingu metangasgerðar í Eyjafirði. Gert er ráð fyrir að ráðist verði í uppbyggingu í áföngum á næstu árum í takt við aukna eftirspurn og notkun metans. Stærð stöðvarinnar mun ráðast af magni úrgangs sem hagkvæmt er að nýta til metangasgerðar ásamt stærð markaðar fyrir metangas á Eyjafjarðarsvæðinu og nálægðum svæðum. Frétt um úthlutun úr Orkusjóði má sjá hér.