Framúrskarandi fyrirtæki 2013 - Mannvit.is
Frétt - 19.02.2014

Mannvit Framúrskarandi fyrirtæki 2013

Mannvit er í hópi þeirra íslensku fyrirtækja sem fengu bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati Creditinfo 2013 sem birtur hefur verið. Creditinfo vinnur árlega greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki hafa fengið bestu einkunn í styrk-og stöðugleikamati félagsins og telst rekstur þeirra því til fyrirmyndar.

Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá verðskulda 462 nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki 2013“ samkvæmt mati Creditinfo, eða um 1.4% allra fyrirtækja. Mannvit er stolt af því að vera í hópi sterkustu fyrirtækja landsins sem stenst styrkleikamatið.

Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:  

  • Hafa skilað ársreikningum til RSK 2010 til 2012
  • Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
  • Sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
  • Ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
  • Eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2010-2012
  • Eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira rekstrarárin 2010-2012
  • Vera með skráðan framkvæmdastjóra í hlutafélagaskrá
  • Vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo