Mannvit 50 ára - Mannvit.is
Frétt - 14.03.2014

Mannvit fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland hf. og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman um að efla eftirfylgni íslenskra fyrirtækja hvað varðar góða stjórnarhætti. Í þeim tilgangi er fyrirtækjum veitt tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur það mat með höndum. Annað árið í röð hlaut Mannvit viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum. 

 

Söfnun gagna fer fram hjá ráðgjöfum eða öðrum aðilum sem Rannsóknarmiðstöðin telur hæfa til verksins. Rannsóknarmiðstöðin byggir mat sitt í meginatriðum á því hvort gögnin gefi til kynna að viðkomandi fyrirtæki fylgi leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland hf. gefa út. Þau fyrirtæki sem standast matið á framangreindum forsendum er veitt nafnbótin Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum (e. Exellence in corporate governance) sem þeim er að öllu jöfnu heimilt að nota í starfi sínu í eitt ár frá veitingu hennar. Þessi viðurkenning er fyrst og fremst veitt til þess að ýta undir umræður og aðgerðir sem efla góða stjórnarhætti. Markmiðið er að matsferlið auki trúverðugleika og gagnsæi stjórnarhátta fyrirtækja gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum.

 

11. mars fór fram ráðstefna um fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnaháttum á vegum Viðskiptaráðs Ísland og fluttu Jón Már Halldórsson erindi  og tók líka á móti viðurkenningunni fyrir hönd Mannvits fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum. Þetta er annað árið í röð sem Mannvit fær þessa viðurkenningu.
Að þessu sinni fengu 11 fyrirtæki viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti.