Mannvit dagur 1 - Mannvit.is
Frétt - 13.01.2015

Mannvit fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum hefur staðfest endurnýjun viðurkenningar fyrir Mannvit sem Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum, en þetta er fjórða árið í röð sem Mannvit hlýtur þessa viðurkenningu.

Rannsóknarmiðstöðin byggir mat sitt í meginatriðum á því hvort gögnin gefi til kynna að viðkomandi fyrirtæki fylgi leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland hf. gefa út. Þau fyrirtæki sem standast matið á framangreindum forsendum er veitt nafnbótin Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum (e. Exellence in corporate governance) sem þeim er að öllu jöfnu heimilt að nota í starfi sínu í eitt ár frá veitingu hennar. Þessi viðurkenning er fyrst og fremst veitt til þess að ýta undir umræður og aðgerðir sem efla góða stjórnarhætti. Markmiðið er að matsferlið auki trúverðugleika og gagnsæi stjórnarhátta fyrirtækja gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum.