Stokaż - Mannvit.is
Frétt - 25.04.2012

Mannvit hannar ammoníakgeymi í Póllandi

Nýlega skrifaði Mannvit undir samning vegna hönnunar á 15.000 tonna kældum ammoníakgeymi (mínus 33°C). Kaupandi þjónustunnar er  pólska fyrirtækið Zaklady Azotowe PULAWY S.A sem er einn stærsti útflytjandi iðnaðarvöru frá Póllandi og jafnframt umfangsmesti áburðarframleiðandi í landinu síðustu fjörutíu árin. Geymirinn verður hluti af áburðarverksmiðju sem fyrirtækið er að byggja.

 

Hlutverk Mannvits er að sjá um hönnun geymisins ásamt aðstoð við eftirlit og gangsetningu. Mannvit mun jafnframt veita ráðgjöf í tengslum við kerfishönnun og um val á búnaði.