Jafnlaunavottun - Mannvit.is
Frétt - 14.02.2019

Mannvit hlýtur jafnlaunavottun

Mannvit hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerki Velferðarráðuneytisins.

Innleiðing jafnlaunakerfis er hluti af jafnréttisáætlun Mannvits og mikilvægum áfanga er náð með þessu skrefi að sögn Hildar Þórisdóttur, mannauðsstjóra sem segir að „Mannvit hefur sett sér skýra stefnu og metnaðarfull markmið tengd jafnréttismálum og innleiðingu jafnlaunakerfis. Vottunin er því afar ánægjulegur áfangi. Það er mikilvægt fyrir starfsfólk að vita að til staðar sé stjórnkerfi sem tryggi að launaákvarðanir byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun vegna kyns.“

BSI á Íslandi framkvæmdi úttektina en starfsemi Mannvits er einnig vottuð samkvæmt alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001, umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og öryggisstjórnunarstaðlinum OHSAS 18001. Nánari upplýsingar um jafnréttis- og jafnlaunastefnuna er að finna hér á vef Mannvits.

Á mynd: Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og Örn Guðmundsson, forstjóri Mannvits taka á móti jafnlaunavottuninni frá Árna H. Kristinssyni, framkvæmdastjóra BSI á Íslandi.