Viðurkenning fyrir lofsvert lagnaverk - Mannvit.is
Frétt - 15.06.2012

Mannvit hlýtur viðurkenningu

Fyrir nokkru hlaut Mannvit viðurkenningu fyrir lofsvert lagnaverk frá Lagnafélagi Íslands. Það var fyrir lagnahönnun og framkvæmd við Hjúkrunarheimilið í Mörkinni við Suðurlandsbraut 66. Það voru þeir Björgvin I Ormarsson loftræstihönnuður og Pétur Bjarnason lagnahönnuður sem tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Mannvits úr hendi forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar.

 

Viðurkenning Lagnafélags Ísland árið 2011 fyrir vönduð lagna- og loftræstikerfi var til aðila verkefnisins Hjúkrunarheimilisins að Suðurlandsbraut 66 í Reykjavík og voru viðurkenningarhafar Framkvæmdasýsla ríkisins, sem hafði umsjón með framkvæmdunum, Yrki arkitektar, lagnahönnnuður Mannvit hf., stjórntækjahönnuður Iðnaðartækni ehf., verktaki loftræstikerfis Stjörnublikk ehf., verktaki lagnakerfis Faglagnir ehf. og verktaki rafvirkjameistari Jóhann Hreiðarsson, einnig fékk hjúkrunarheimilið Mörkviðurkenningu. Aðalverktaki var JÁVERK ehf.

sjá nánar hér.