UN Global Compact - Mannvit.is
Frétt - 20.12.2016

Mannvit hluti af UN Global Compact

Mannvit skrifaði nýlega undir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð en um er að ræða eitt öflugasta framtak í heiminum á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja og sjálfbærni. Með þátttöku í verkefninu skuldbindur Mannvit sig til að vinna að sjálfbærni og samfélagsábyrgð og gera á hverju ári opinberlega grein fyrir stefnu sinni og markmiðum í þessum málaflokkum. Þess má einnig geta að Mannvit er jafnframt hluti af Festu, samtökum íslenskra fyrirtækja um samfélagsábyrgð.

Mannvit mun tileinka sér og vinna eftir tíu viðmiðum sáttmálans sem byggja á mannréttindum, vinnumarkaðsmálum, umhverfismálum og baráttu gegn hvers kyns spillingu. Mannvit stendur nú þegar vel þegar kemur að þessum viðmiðum en verkefnið er liður í því að efla enn betur samfélagsábyrgð og stefnu fyrirtækisins í sjálfbærni og sýna um leiði starfsmönnum og viðskiptavinum fram á vilja fyrirtækisins til samfélagslegar ábyrgð í verki.

Viðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

MANNRÉTTINDI

Viðmið 1 
Fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda.

Viðmið 2  
Fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot.

 

VINNUMARKAÐUR

Viðmið 3
Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í raun rétt til kjarasamninga.

Viðmið 4   
Fyrirtæki tryggja afnám allrar nauðungar- og þrælkunarvinnu.

Viðmið 5   
Virkt afnám allrar barnavinnu er tryggt.

Viðmið 6   
Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals.

 

UMHVERFI

Viðmið 7 
Fyrirtæki sýni varúð í umhverfismálum.

Viðmið 8 
Fyrirtæki hafi frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu.

Viðmið 9
Fyrirtæki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni.

 

GEGN SPILLINGU

Viðmið 10 
Fyrirtæki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.

 

Nánari upplýsingar um aðild Mannvits veitir Friðrik Ómarsson, markaðsstjóri Mannvits en verkefnið er að finna inn á www.globalcompact.org