Mannvit kaupir plötuprófsbúnað NMÍ - Mannvit.is
Frétt - 15.04.2011

Mannvit kaupir plötuprófsbúnað NMÍ

Nýverið keypti Mannvit hf. búnað fyrir plötupróf af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og í framhaldi af því mun Nýsköpunarmiðstöðin hætta að sinna plötuprófunum.  Búnaðurinn verður staðsettur í Reykjavík.

Auk þessa nýja tækis átti Mannvit fyrir búnað fyrir plötupróf sem framvegis verður staðsettur á starfstöð Mannvits á Akureyti.  Mannvit verður þannig í góðri aðstöðu að sinna plötuprófunum um allt land.

Búnaðinum sem Mannvit keypti fylgir vörubíll sem er fráfrugðið eldri búnaði. Þetta hefur þann kost fyrir viðskiptavini að þeir þurfa ekki sjálfir að leggja til vörubíl, gröfu eða annað þungt tæki til að mynda viðspyrnu og farg á mælibúnað þegar prófanir eru framkvæmdar.