Mannvit og Votlendissjóður - Mannvit.is
Frétt - 20.12.2018

Mannvit kolefnisjafnar með framlagi í Votlendissjóð

Mannvit hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2020 og vinnum við okkur nú hratt í þá átt. Auk þess að draga úr losun í rekstri fyrirtækisins, kolefnisjöfnum við þá losun sem ekki tekst að draga frekar úr þetta árið. Í ár var tekið það skref að kolefnisjafna ekki aðeins bílaflota fyrirtækisins heldur einnig allt innanlandsflug og er það gert í samstarfi við bæði Kolvið og Votlendissjóð.

Við viljum með verkum okkar stuðla að aukinni sjálfbærni í íslensku samfélagi og vera fyrirmynd viðskiptavina okkar. Mannvit er með vottað umhverfisstjórnkerfi samkvæmt ISO 14001:2015 svo auk þess að huga að losun gróðurhúsalofttegunda eru fleiri þýðingarmiklir umhverfisþættir í rekstri fyrirtækisins vaktaðir þar sem helsta markmiðið er að draga úr sóun.

Hægt er að lesa nánar um aðgerðir Mannvits þegar kemur að sjálfbærni og samfélagsábyrgð í árlegri framvinduskýrslu fyrirtækisins til UN Global Compact.