Auro Investment Partners samstarfssamningur - Mannvit.is
Frétt - 03.09.2010

Mannvit og Auro Investment Partners skrifa undir samstarfssamning

Mynd: Bala Kamallakharan og Runólfur Maack skrifa undir. (Mynd halldor.is)

Þann 1. September skrifuðu Runólfur Maack aðstoðarforstjóri Mannvits og Bala Kamallakharan framkvæmdarstjóri Auro Investment Partners undir samstarfssamning fyrirtækjanna að viðstöddum Össuri Skarphéðinssyni og frú Preneet Kaur, ráðherra utanríkismála Indlands.  Saman munu fyrirtækin sækjast eftir verkefnum í  tengslum við uppbyggingu orkukerfa  og  innviða á Indlandi.

Mannvit og Auromatrix hafa verið í samstarfi í rúmt ár með það að markmiði að fá verkefni á Indlandi.  Þetta samstarf hefur leitt til þess að myndað hefur verið sameiginlegt fyrirtæki félaganna Auro Mannvit Engineering and Infrastructure Development Company Private Limited (AIDC)
Nánar er hægt að kynna sér Auromatrix og dótturfélag Auro Investment Partners á auromatrix.com