Grænlandsskrifstofa Mannvit ApS Nuuk - Mannvit.is
Frétt - 17.11.2015

Mannvit opnar skrifstofu í Grænlandi

Mannvit hefur opnað skrifstofu í Nuuk. Skrifstofan þjónar vaxandi markaði fyrir verkfræðiþjónustu í tengslum við uppbyggingu á innviðum í Grænlandi. Starfsstöðin er staðsett í Nuuk á vesturströndinni, sem er stærsta borg landsins með ágætar flugsamgöngur við Ísland.

Tækifærum á sviði orku, iðnaðar og mannvirkja fer sífellt fjölgandi í Grænlandi en Mannvit hefur þegar unnið ýmis verkefni þar í landi. Meðal nýlegra verkefna sem Mannvit hefur komið að eru vatnsaflsvirkjanir, háspennulínur, flugvellir, hafnarmannvirki og olíubirgðastöðvar. Svend Hardenberg stýrir starfsstöðinni sem er staðsett við Inspektørbakken 35, 3900 Nuuk.