Hjólað í vinnuna - Mannvit.is
Frétt - 01.06.2011

Mannvit vinnur „Hjólað í vinnuna“ þriðja árið í röð

Í maí fór fram hið árlega átak „Hjólað í vinnuna“ á vegum ÍSÍ. Átakið gengur út á það að fá sem flesta til að nota annan ferðmáta en einkabílinn til og frá vinnu og keppa fyrirtæki sín á milli í tveimur flokkum, annars vegar í flestum dögum og hins vegar í flestum kílómetrum miðað við starfsmannafjölda.

Mannvit hefur undan farin tvö ár unnið í flokkinn „Flestir dagar“ í flokki fyrirtækja sem hafa 150 til 399 starfsmenn og vann þennan flokk einnig í ár auk þess að lenda í þriðja sæti yfir flesta kílómetra. Af u.þ.b.360 starfsmönnum tóku 175 starfsmenn þátt í átakinu að þessu sinni og hjóluðu, gengu eða tóku strætó til vinnu. Mannvit er stolt af þessum árangri og vill þakka því að hjá Mannviti er samgöngustefna þar sem starfsfólk er hvatt til að koma til vinnu með öðrum hætti en á einkabíl.