WGC 2023 Logo Banner 1024X229
Frétt - 01.09.2023

Mannvit þátttakandi í World Geothermal Congress 2023

Mannvit tekur þátt í World Geothermal Congress 2023 (WGC) sem fram fer í Peking, Kína dagana 15. - 17. september. Ráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti og er sú stærsta í heiminum sem snýr að jarðvarma en búast má við yfir 3.000 þátttakendum frá Evrópu, Ameríku, Asíu og Afríku.

Ráðstefnan býður upp á einstakt tækifæri fyrir fólk í jarðvarmaiðnaðinum til þess að deila reynslu og nýjum rannsóknum á jarðhitasviði, kynna þjónustu sína og vélbúnað.

Mannvit verður þátttakandi á íslenskum bás á sýningarsvæði ráðstefnunnar ásamt sjö öðrum fyrirtækjum sem öll eiga það sameiginlegt að standa framarlega á sviði rannsókna og nýtingu jarðhita.

Þetta er í fimmta skiptið sem Mannvit tekur þátt en ráðstefnan var síðast haldin hér á landi. Kristín Steinunnardóttir, vélaverkfræðingur á sviði jarðvarma, tekur á móti gestum á íslenska básnum og kynnir þjónustu íslensku fyrirtækjanna.