Guðmundur Ólafsson Web
Frétt - 11.01.2021

Metanið - hvernig nýtum við það?

Flokkunar- og sorpmál hafa verið ofarlega á baugi síðastliðin ár og varla nokkur sem hefur farið varhluta af því að þurfa að læra að flokka heima hjá sér. Hvað verður um sorpið okkar þegar það fer frá okkur? Guðmundur Ólafsson vélaverkfræðingur fræðir okkur um hvað fer fram í gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA, sem er í eigu Sorpu. Guðmundur segir frá framleiðslunni á metani, hvaða verðmæti eru unnin úr sorpinu, notagildi þess fyrir okkur og hver er framtíðin er í þessu málum. 

Nýja stöðin er stórt skref í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu þegar urðun á heimilisúrgangi verður nánast hætt. Nýja flokkunarlínan tekur við lífrænum úrgangi heimila á höfuðborgarsvæðinu, hreinsar úr honum plast og málma og býr til hreinan efnisstraum sem er hæfur til vinnslu í GAJA. Væntingar standa til að yfir 95% úrgangs frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu verið endurnýttur. Stöðin mun meðhöndla um 35.000 tonn af lífrænum heimilisúrgangi á ári og framleiða milljónir Nm3 af metangasi sem nýta má á ökutæki eða í ýmsum iðnaði. SORPA áætlar að nýja stöðin muni minnka losun koltvísýrings um 90 þúsund tonn á ári sem jafngildir því að taka 40 þúsund bensín- eða díselbíla úr umferð og hægt verður að nýta innlenda orku í auknum mæli í stað innflutts eldsneytis. Einnig verður til jarðvegsbætir sem nýta má í landgræðslu, skógrækt eða til landmótunar.

Hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify og í Apple Podcasts appinu.

Hafðu samband við Guðmund Ólafsson á vélaverkfræðing í síma 422-3000 varðandi metanvinnslu, endurnýjanlegt eldsneyti, sorpmál, vetnisframleiðslu eða moltuframleiðslu.

Dæmi um þjónustu er að finna hér:

Alla þætti hlaðvarpsins má finna hér.