Miklatorg Hönnunarsamkeppni Um Miklabraut Í Stokk
Frétt - 21.06.2021

Miklabraut í stokk - hönnunarsamkeppni

Efnt var til hönnunarsamkeppni um að setja Miklubraut í stokk. Mannvit, ARKÍS arkitektar og Landslag teiknistofa lögðu fram tillögu að uppbyggingu á nýju torgi, Miklatorgi, sem verði fjölbreytt miðsvæði sem bjóði upp á verslun, þjónustu og atvinnuhúsnæði í bland við fjölbreyttar íbúðir. Í hugmynd hópsins er sérstök áhersla á svæðið sunnan Norðurmýrar, þar sem nú sé gjá með þungum straumi umferðar sem skeri byggðina í sundur.

Hugmyndir að Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þann 15.júní. Hér má sjá myndband með hugmynd hópsins að hönnun svæðisins.