Cargolux - Mannvit.is
Frétt - 10.01.2019

Mjaldur til Vestmannaeyja

Það styttist í komu mjaldranna tveggja til Vestmannaeyja og Cargolux er þegar búið að sérmerkja Boeing 747 fyrir flutninginn. Mannvit sér um hönnun og verkefnastjórnun í samvinnu við Merlin Entertainment. Verkefnið snýr að hönnun á safni á fyrstu hæð þekkingarseturs Vestmannaeyja auk viðbyggingar fyrir sundlaug þar sem þeir verða hýstir fyrst um sinn auk flotbryggja og girðingar í Klettsvík. Merlin og tvö góðgerðarfélög standa að verkefninu og munu senda Litla-Hvít og Litla-Grá sem eru 12 ára gamlir hvalir frá skemmtigarði í Shanghai hingað til lands.

 

Myndir ©Norbert Pflug