Hanz Mygluleitarhundur
Frétt - 12.11.2019

Mygluleiturhundur á Hringbraut

Í frétt á vef sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar "Hanz finnst lang skemmtilegast í vinnunni og bíður spenntur eftir nýju verkefni á hverjum degi" kemur fram að "fyrsta og eina vottaða hundateymið til mygluleitar, Kristján Guðlaugsson sérfræðingur hjá Mannvit, Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir hundaþjálfari og hundurinn Hanz verða hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili.

Fyrsta og eina vottaða hundateymið á íslandi til mygluleitar hefur hafið störf hjá verkfræðistofunni Mannvit og hófst undirbúningur þess fyrir tveimur árum. Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir hundaþjálfari er búin að vera með schäfer hundinn Hanz í þjálfun í um það bil eitt og hálft ár. „Hann er með gríðarlega gott minni og er ávallt jákvæður og sannur í öllum sínum verkefnum. Ég er heppin að hafa eignast svona frábæran vinnufélaga,“ segir Jóhanna Þorbjörg, hundaþjálfari og eigandi Hanz. 

Myndskeiðið úr þættinum: 

Kristján Guðlaugsson sérfræðingur hjá Mannvit vonast til með tilkomu Hanz muni það gera alla vinnu við mygluleit skilvirkari. „Maðurinn er takmarkaður af því hann hefur aðeins takmarkaða getu til að finna annað en sýnilega ummerki um rakaskemmdir. Annað gildir um Hanz, skynfæri hans eru mun næmari en mannsins og mun breyta öllu í okkar starfi,“ segir Kristján og er einstaklega glaður að vera í teymi með hundinum Hanz og Jóhönnu Þorbjörgu. 

Sjöfn Þórðar, þáttarstjórnandi fékk að fylgjast með Hanz að störfum og upplifunin er ólýsanleg, þvílík næmni og gáfur." Fréttin birtist á vef Hringbrautar.