Framúrskarandi fyrirtæki 2013 - Mannvit.is
Frétt - 31.10.2014

Námskeið fyrir vinnuverndarfulltrúa

Mannvit hf. og Vinnuvernd ehf. standa fyrir tveggja daga námskeiði sem ætlað er vinnuverndarfulltrúum (öryggisvörðum,-trúnaðarmönnum og mannauðsstjórum).

Námskeiðið verður haldið að Urðarhvarfi 6 í Kópavogi 18. og 19. nóvember.

Meðal þess sem fjallað er um á námskeiðinu eru:

  • Lög og reglur í tengslum við vinnuverndarstarf
  • Áhættumat starfa 
  • Umhverfisþættir s.s. hávaði, lýsing og loftgæði 
  • Líkamlegir áhættuþættir
  • Félagslegir og andlegir áhættuþættir s.s. einelti, streita og kulnun 
  • Hættuleg efni og efnafræðilegir skaðvaldar 
  • Vinnuslys, atvinnusjúkdómar og líffræðilegir skaðvaldar 
  • Vélar og tæki 
  • Heilsuefling á vinnustað

Markmiðið með námskeiðinu er að vinnuverndarfulltrúar öðlist grunnþekkingu á vinnuvernd í samræmi við lög nr. 46/1980.

Skráning fer fram hér á vef Vinnuverndar.