Sorpa - Gas og Jarðgerðarstöð - Mannvit.is
Frétt - 28.03.2017

Ný gas- og jarðgerðarstöð SORPU

SORPA bs. hefur samið við Mannvit um verkfræðiráðgjöf vegna nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU í Álfsnesi. Gasgerðarstöðin mun geta tekið á móti 36.000 tonnum á ári af heimilisúrgangi ásamt 5.000-10.000 tonnum af lífrænum úrgangi frá iðnaði. Stöðin er byggð á tækni frá Aikan A/S en framkvæmdir við stöðina hefjast í ár og áætlað er að taka stöðina í notkun síðari hluta árs 2018.

Með nýju gas- og jarðgerðarstöðinni er tekið stórt skref í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu þegar urðun á heimilisúrgangi verður hætt. Stöðin mun framleiða moltu og hauggas sem verður hreinsað til notkunar á bifreiðar sem metan. Jafnframt eykst metanframleiðsla SORPU og mun styðja við aukna notkun metanknúinna ökutækja á höfuðborgarsvæðinu, en metan framleitt hjá  SORPA bs hefur hlotið norræna umhverfismerkið Svaninn. Við framleiðsluna er notuð varmaorka og raforka úr endurnýjanlegum orkulindum.