Frétt - 14.10.2014

Nýr forstjóri Mannvits

Dr. Eyjólfur Árni Rafnsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Mannvits síðastliðin 12 ár, mun að eigin ósk láta af störfum sem forstjóri um næstu áramót. Hann mun áfram starfa fyrir félagið á sviði verkefnastjórnunar og markaðs- og kynningarmála.

 

Við starfi Eyjólfs Árna tekur Sigurhjörtur Sigfússon, en hann hefur verið fjármálastjóri Mannvits frá því 2012. Sigurhjörtur er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Áður en hann réðst til Mannvits var hann forstöðumaður áætlana og greininga hjá Skiptum.