Nýr vefur í loftið - Mannvit.is
Frétt - 23.04.2015

Nýr vefur Mannvits í loftið

Nýr vefur Mannvits var tekinn í notkun í dag. Með nýjum vef viljum við auðvelda viðskiptavinum að kynna sér þjónustuna og hafa samband við okkur á 8 skrifstofum víðsvegar um landið. Nýr vefur endurspeglar þekkingu og reynslu Mannvits á sviði ráðgjafar og tækni, og sýnir þá breidd verkefna sem fyrirtækið hefur komið að.

Hönnun vefsins er enn aðgengilegri og ný leitarvél gerir notandanum kleift að finna fjölbreytta þjónustu á einfaldan og skilmerkilegan hátt. Viðmótið er notendavænt þar sem vefurinn aðlagast að skjástærð notanda. Vefurinn hefur verið endurhannaður frá grunni í frábæru samstarfi við Sendiráðið vefstofu.

Allar ábendingar eru velkomnar, þær má senda á vefstjori@mannvit.is