Nýsköpunartorg í HR
Frétt - 23.05.2014

Nýsköpunartorg í HR - fagráðstefna og sýning

Nýsköpunartorgið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs.

 

Mannvit hefur tekið þátt í mörgum nýsköpunarverkefnum undanfarin ár og mun halda áfram að leggja lóð sín á vogarskálar nýsköpunar. Meðal verkefna sem Mannvit hefur komið að má nefna; Orkey (lífdísilframleiðsla), söfnun á hauggasi til metanframleiðslu fyrir SORPU og Norðurorku, CRI sem framleiðir metanól úr koldíoxíði frá jarðhitavirkjuninni í Svartsengi, bindingu koldíoxíðs í jörðu fyrir OR, hreinsun á brennisteinsvetni úr jarðhitagasi fyrir OR, einstakur borholumælir GIRO, kerréttingarvél fyrir Norðurál (sjá mynd), deiglustól fyrir járnblendiverksmiðju Elkem, ýmis konar steypurannsóknir og margt margt fleira.

 

Fagráðstefnan er haldin á föstudaginn 23.maí frá 8:30-17:00.Sýning á laugardaginn 24.maí er opin frá 11-17.

Mannvit verður með bás í Sólinni í HR í tengslum við sýninguna Nýsköpunartorg.