Norðfjarðargöng - Mannvit.is
Frétt - 11.11.2017

Norðfjarðargöng opnuð

Norðfjarðargögn voru opnuð við hátíðlega athöfn á laugardaginn 11. nóvember 2017. Göngin sem eru 7.9 km löng verða mikil samgöngubót fyrir Austfirðinga. Mikill fjöldi var viðstaddur opnunina en göngin stytta leiðina milli Eskifjarðar og Neskaupsstaðar um 4 km. Vegurinn um Oddskarð verður því leystur af hólmi með þessu glæsilega mannvirki.

Mannvit vann með Vegagerðinni að gangagreftri, styrkingum, lagnakerfum fyrir fráveituvatn, veguppbyggingu innan og utan ganga.