Norðfjarðargöng - Mannvit.is
Frétt - 11.11.2017

Norðfjarðargöng opnuð

Norðfjarðargögn voru opnuð við hátíðlega athöfn á laugardaginn 11. nóvember 2017. Göngin sem eru 7.9 km löng verða mikil samgöngubót fyrir Austfirðinga. Mikill fjöldi var viðstaddur opnunina en göngin stytta leiðina milli Eskifjarðar og Neskaupsstaðar um 4 km. Vegurinn um Oddskarð verður því leystur af hólmi með þessu glæsilega mannvirki.

Mannvit vann með Vegagerðinni að gangagreftri, styrkingum, lagnakerfum fyrir fráveituvatn, veguppbyggingu innan og utan ganga.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um opnun Norðfjarðarganga: