Nordic Biogas í Reykjavík - Mannvit.is
Frétt - 28.08.2014

Nordic Biogas í Reykjavík

Nor­ræna Bi­ogas ráðstefn­an fer fram á Hilton Nordica dagana 27. ág­úst til 28. ágúst og endar með vettvangsferðum föstudaginn 29. ágúst. Um 300 þátttakendur sækja ráðstefnuna, þar á meðal marg­ir af helstu alþjóðlegu sér­fræðing­un­um um líf­rænt met­an. 

 

Mannvit hefur á að skipa sérfræðingum í framleiðslu á lífrænu metani og meðal annars komið mikið að uppbyggingu á metanstöðvum Sorpu í Reykjavík og Norðurorku á Akureyri. Guðmundur Ólafsson frá Mannvit flytur erindi á ráðstefnunni í dag 28.ágúst. Guðmund­ur mun fjalla um fram­leiðslu á met­ani úr urðun­arstaðnum á Álfs­nesi. Magnús Guðmunds­son, fag­stjóri hjá Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands heldur einnig erindi um aðferðir til að örva metanframleiðslu.

 

Samhliða ráðstefnunni fer fram sýning þar sem ýmis fyrirtæki kynna vöru sína og þjónustu. Mannvit er með kynningarbás þar sem okkar starfsmenn tóku vel á móti gestum.