Stjórn - Mannvit.is
Frétt - 06.07.2018

Örn Guðmundsson ráðinn forstjóri

Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Mannvits. Örn lauk meistaraprófi í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School árið 1998 og hefur undanfarin þrjú ár gengt stöðu fjármálastjóra Mannvits. Hann vann fyrir skilanefnd og slitastjórn Kaupþings 2009-2014 og hjá Símanum og Skiptum 2000-2009. Örn hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á Íslandi og erlendis í tengslum við störf sín hjá Mannviti, Kaupþingi og Skiptum.

Anna Þórunn Björnsdóttir tekur við stöðu fjármálastjóra. Anna Þórunn hefur starfað á fjármálasviði Mannvits í 18 ár og hefur mikla reynslu af bókhaldi og uppgjörsmálum innan Mannvits. Auk þess hefur hún setið í stjórn félagsins undanfarin ár.