
Orkuskipti - hænan eða eggið? - Hlaðvarp
Hvað er átt við með orkuskiptum? Margir spyrja sig hvort orkuskipti yfir í rafmagn sé raunhæfur kostur í strjálbýlu landi sem Íslandi. Tækniþróunin er hröð en geta framleiðslu- og iðnfyrirtæki sem nota jarðefnaeldsneyti í sinni framleiðslu byrjað orkuskiptin? Sigurður Páll Steindórsson, vélaverkfræðingur hjá Mannviti ræðir m.a. hvernig draga má úr notkun á jarðefnaeldsneyti í framkvæmdum. Gæti Ísland orðið sjálfu sér nægt í orkuöflun í framtíðinni? Hvernig er grænt vetni framleitt og hver er kostnaðurinn á vetni samanborið við bensín eða dísilolíu? Hverjir er kostir vetnis og metans í samgöngum?
Sigurður Páll svaraði þessum spurningum ásamt fleirum í upplýsandi og áhugaverðu spjalli við Maríu Stefánsdóttur, umhverfisverkfræðing í hlaðvarpi Mannvits. Hlustaðu í spilaranum hér fyrir neðan eða á Spotify og í Apple Podcasts appinu.
Hafðu samband við Sigurð Pál í síma 422-3000 varðandi orkuskipti í iðnaði og samgöngum eða efnaferla eins og vetni, metan og bíodísel.
Dæmi um þjónustu á sviði vélbúnaðar og efnaferla er að finna hér:
Iðnaðarferli og vélbúnaður | Efnaferli
Alla þætti hlaðvarpsins má finna hér.