Persónuverndarstefna gefin út - Mannvit.is
Frétt - 15.07.2018

Persónuverndarstefna gefin út

Mannvit hefur gefið út persónuverndarstefnu í takt við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem taka gildi í dag, 15. júlí. Nýju persónuverndarstefnuna er að finna hér. Mannvit er umhugað um að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem fyrirtækið meðhöndlar. Persónuverndarstefnan nær til persónuupplýsinga er varða ytri hagsmunaaðila Mannvits, svo sem viðskiptavini, verktaka, tengiliði viðskiptavina og birgja, ráðgjafa og umsækjendur. Í persónuverndarstefnunni kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn.

Með nýju löggjöfinni sem tekur nú gildi, öðlast einnig lagagildi á Íslandi reglugerð Evrópuþingsins og Evrópuráðsins 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Með hinum nýju lögum er innleidd almenna persónuverndarreglugerð ESB sem þekkt hefur verið undir skammstöfuninni GDPR (General Data Protection Regulation).