Tolhuaca geothermal project - Mannvit.is
Frétt - 11.01.2016

Ráðgjöf á jarðhitamarkaði Chile fyrir Alþjóðabankann

Mannvit hefur samið við Alþjóðabankann (World Bank) um gerð skýrslu á bormarkaði fyrir jarðhita í Chile. Verkefnið snýst um að bera saman bormarkaði í löndum þar sem reynsla er af jarðhitanýtingu, ræða við markaðsaðila í Chile og m.a. útbúa tillögur til þess að draga úr borkostnaði þar í landi. Samningurinn er við Alþjóðabankann fyrir orkumálaráðuneyti Chile. Skrifstofa Mannvits í Santiago (GTN Latin America) mun sjá um samskipti við þarlenda aðila ásamt því að leiða vinnuna við gerð skýrslunnar. 

Stjórnvöld í Chile stefna á að fá erlenda sjóði til þess að koma inná fjármögnun jarðhitaverkefna á næsta ári. Fleiri verkefni eru því í sjónmáli í Suður Ameríku og vonir standa til þess að aðkoma alþjóðlegra stofnana muni setja kraft í uppbyggingu jarðhitanýtingar í 4-5 löndum álfunnar.