Rakaskemmdir í íbúðar- og skrifstofuhúsnæði - Mannvit.is
Frétt - 13.10.2017

Rakaskemmdir í íbúðar- og skrifstofuhúsnæði

Á föstudaginn 13. október var haldið morgunverðarmálþing í húsakynnum Mannvits sem bar yfirskriftina "Rakaskemmdir í íbúðar- og skrifstofuhúsnæði". Rúmlega 60 manns sóttu fundinn. Erindi voru frá Ingibjörgu Hilmarsdóttur, sérfræðilækni og sýklafræðings á Sýkla- og veirufræðideild Landspítala um "Hvað býr í rakanum?" og frá Maríu Gunnbjörnsdóttur, yfirlækni ofnæmislækninga á Landspítala um "Áhrif rakaskemmda húsnæðis á heilsufar". Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur talaði um "Húsnæðið, rakaskemmdir, útbreiðsla og hvað er til ráða". Elfar Fannar Guðjónsson, M.Sc. í framkvæmdastjórnun hjá Mannviti hélt jafnframt erindi þar sem dæmi var tekið um aðgerðir í tiltekinni byggingu og leiðir til að eiga við rakavandamál. Fundurinn var einungis fyrir boðsgesti.

Þess má geta að Mannvit býður uppá skoðanir á húsnæði þar sem sérfræðingar skoða mygluvandamál út frá byggingartæknilegu sjónarmiði. Mannvit ráðleggur aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari raka og lekavandamál, ásamt úrbótum á myglusmituðum svæðum. Við bjóðum einnig uppá rakamælingar og úttektarskýrslur þegar við á.