Rammasamningur Isavia - Mannvit.is
Frétt - 24.08.2018

Rammasamningur við Isavia

Mannvit hefur skrifað undir rammasamning við Isavia um hönnun og ráðgjöf á Keflavíkurflugvelli. Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar hjá Isavia á næstu árum. Fyrsta verkefni rammasamningsins er að hefjast um þessar mundir, en um er að ræða 25-30 þúsund fermetra stækkun á núverandi flugstöð. Samkvæmt Isavia munu byggingar í fyrsta fasa framkvæmdanna verða teknar í notkun í áföngum á árunum 2019 til 2021 ef áætlanir ganga eftir. Mannvit mun sjá um alla arkitektahönnun ásamt samstarfsaðila sínum, en þess má geta að miklar kröfur voru gerðar um hæfi og reynslu ráðgjafa á öllum sviðum samningsins. Einnig mun Mannvit sjá um stýringar og stjórnbúnað ásamt hönnun á öllum eldsneytiskerfum. Heildarfjárfesting verkefnisins er um 15 milljarðar króna.